Fyrsta bloggið

Hér lítur dagsins ljós fyrsta bloggið mitt í þeirri vegferð sem bíður mín næstu misserin. Ég, Íris Valgeirsdóttir (sorrý hvað ég er háflegin) er að fara í svokallaða mini hjáveitu 22.ágúst nk. Fyrir ykkur sem vita ekki hvað það er þá er það offituaðgerð sem mun án nokkurs vafa bæta lífskjör mín svo um munar. Svo ég segi ykkur aðeins mína sögu þá er ég búin að berjast við ofþyngd frá því ég varð ólétt af mínu fyrsta barni aðeins 17 ára gömul. Eins og gengur og gerist þá hef ég rokkað upp og niður í þyngd allar götur síðan. Ég er búin að reyna allt mögulegt og ómögulegt til að ná árangri en ekkert hefur raunverulega gengið. Ég er búin að sjá og heyra af mörgum sem hafa farið í stóru hjáveituaðgerðina, magaband og magaermi, flestum hefur gengið vel en einhverjum gengið illa. Og að sjálfsögðu heyrði ég  hærra í þeim sem gekk illa og ákvað að þetta væri ekkert fyrir mig. Nema hvað, fyrir nokkrum mánuðum síðan fór ég að finna fyrir hinum ýmsu kvillum. Ég er komin með ofsalega mikið bakflæði, er illt í öllum liðum, endalaust þreytt og ómöguleg. Og svo gerðist það einn daginn að ég bókstaflega hélt að ég væri að fá hjartaáfall. Ég fékk ofsalega verk í magann, bringuna, upp í kjálka og aftan í hnakka. Ég kastaði upp, svitnaði og varð bara óhemju veik. Ég var ný búin að lesa um hjartaáföll kvenna og ákvað að drífa mig upp á bráðamóttöku. Sem betur fer var ég ekki að fá hjartaáfall heldur var þetta “bara” ofsalegar magabólgur. Þetta atvik samt sló mig það mikið að ég fór alvarlega að hugsa minn gang. Skömmu síðar las mjög áhugaverða grein um offituaðgerðir í Mogganum og þá var eiginlega ekki aftur snúið. Ég pantaði tíma hjá Aðalsteini hjá Klínikin og bókaði tíma í aðgerð 22.ágúst. Ég viðurkenni alveg að ég er kvíðin en samt meira spennt. Ég er búin að vera lesa mikið um þetta og leita ráða hjá góðum vinum. Besta aðferðin er að undirbúa sig sem best og láta ekkert koma sér á óvart. Hér inni ætla ég að skrifa allt sem hendir mig í þessu ferðalagi. Ég vil endilega fá komment, góð ráð, pepp og jákvæða strauma. Ég frábið mér öll leiðinleg komment og neikvæðni. Lífið er of stutt til að vera með neikvæðni, gleði og hamingja lagar allt.  Á morgun segi ég ykkur hvað ég er að bralla til að undirbúa mig fyrir aðgerðina. Góðar stundir þangað til

 

4 thoughts on “Fyrsta bloggið

  1. Gangi þér vel Íris mín. Það verður gaman að fá að fylgjast með þér.😀

    Like

  2. Gangi þér súper vel. Þú getur þetta og eg er viss um að lífið verður aðeins léttara. Hlakka til að fá að fylgjast með ferðalaginu þínu

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s