Byrjunin

Svo við höldum áfram þar sem frá var horfið þá fór ég að hitta Aðalstein lækni, hjá Klíníkin Ármúla, 20. júní sl. Upphaflega ætlaði ég að fara í ermina en hann sagði að sökum bakflæðis þá væri það ekki góður kostur fyrir mig. Ég sagði honum að ég væri pínu hrædd við hjáveitu því ég hafði heyrt misjafnar sögur af því. Þá kynnti hann mig fyrir svokallaðri mini hjáveitu sem væri búin að ryðja sér til rúms út í hinum stóra heimi. Þetta væri ekki þekkt aðferð á Íslandi en hann væri búinn að gera nokkrar hér og gekk mjög vel. Tíðni aukaverkanna á að vera lægri með þessari aðferð sem er náttúrulega mjög jákvætt og þar sem hann Aðalsteinn er mjög sannfærandi maður þá ákvað ég að stökkva í djúpu laugina og panta tíma í aðgerð. Áður en ég fer í aðgerðina þarf ég að léttast um að minnsta kosti 7 kg til að minnka ummál lifrarinnar sem er betra á aðgerðadegi. Hann lét mig fá nokkra kúra til að léttast hratt, þar á meðal hrökkbrauðskúrinn sem ég ákvað að prófa. Í stuttu máli þá borða ég 6 hrökkbrauð á dag og mikið grænmeti. Ég hef val um nokkrar gerðir áleggs og má svo borða kjúkling, feitan fisk eða magurt kjöt á kvöldin en í mjög litlu magni. Ég má bara innbyrða 800-900 hitaeiningar á dag sem verður að teljast mjög lítið. En þetta er að ganga alveg svakalega vel og í dag er ég búin að missa 4,3 kg á aðeins 2 vikum. Ætti að ná því að léttast um 3 kg í viðbót fyrir 22.ágúst ef ég held mínu striki. Verður nú samt að viðurkennast að það er ansi erfitt að vera í þessum kúr núna þegar sumarfríið er að detta í hús en ég get,ætla, skal ná þessu 🙂 Áfram ég!! Hafið það gott elskurnar, þar til næst

Issabyssa 🙂

p.s set með skýringarmyndir af minihjáveitu og stórri hjáveitu (RNY)

 

2 thoughts on “Byrjunin

  1. Gangi þér vel Íris mín. Mér finnst þetta flott hjá þér og áhugavert að lesa um hvernig þetta fer fram😊

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s