Litlu hlutirnir

Orðið smá síðan ég skrifaði hérna síðast…hugsa að ég verði meira virk þegar styttist í þetta og líka eftir. Ég hugsa mikið um hvað breytist þegar ég verð orðin léttari. Hugsa að það sem verði mesti léttirinn eru allir litlu hlutirnir sem samt vega svo mikið. Eins og bara það að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að passa í flugsæti, geta keypt mér 66N úlpu (ekki að ég hafi efni á því en væri samt gaman að passa í hana 🙂 geta rólað í rólu og hangið í hengirúmi án þess að hafa áhyggjur að því að tré falli saman, nei smá grín 🙂 ég er í hóp á facebook með fólki sem hefur farið eða er að fara í offituaðgerð. Þar voru tvær sem hittust í Leifsstöð og fannst svo dásamlegt að geta setið með krosslagðar fætur án nokkura vandræða. Það hef ég ekki gert í fjölda mörg ár og það eina smáræði segir svo margt. Þegar fólk, sem hefur farið í svona aðgerð, er spurt hvort það sjái eftir einhverju þá er lang algengasta svarið: AÐ HAFA EKKI FARIÐ FYRR. Ég segi fyrir mitt leyti að ég er fyrst núna tilbúin. Ég er búin að lesa og lesa og lesa um þetta og þykist vita hvað ég er að fara út í. Líklega mun ég finna fyrir söknuði vegna matar sem ég get ekki borðað en hitt sem á móti kemur er meira virði. Að geta labbað með manninum mínum dagleið upp á hálendi (í nýju 66N úlpunni minni) hjólað og jafnvel hlaupið með honum stífluhringinn verður alveg þess virði að geta ekki fengið mér KFC 😀 hlakka til…svo mikið til

Knúz til ykkar

Issa byssa

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s