Að geta gert grín að sjálfum sér

Ég hef alltaf getað gert grín að sjálfum mér og fitunni. Það hefur ekki verið neitt “issjú” að vera feitur. Fólki hefur oft brugðið smá t.d þegar ég segi: ” Ég get ekki farið í vatnsrennibraut því fallhraðinn er svo mikill að ég myndi fleyta kellingar yfir alla lendingalaugina og fara útúr garðinum eins og í Norbit.” Það kannski hlær vandræðalega en fattar svo úr hverju ég er gerð þ.e. Kaldhæðni. Sannleikurinn er samt sá að ég get ekki farið í vatnsrennibraut því þetta gæti gerst nákvæmlega svona. Ég get heldur ekki legið í hengirúmi því þá myndi ég annað hvort draga rassinn eftir jörðinni, voða kósý eða fella tréin sem hengirúmið er bundið í.. ( ég veit að þið sjáið þetta fyrir ykkur og hlæið ) 😀

En að alvörunni, núna er bara rúm vika í aðgerð og allt í einu í dag sagði ég við Ómar… ” á ég ekki bara að hætta við?” Ég viðurkenni að ég er núna drullustressuð og langar ekki að fara. En þegar ég hugsa um, hengirúmið, vatnsrennibrautina, 66N úlpuna, fjöllin sem ég ætla að klífa, rólurnar sem ég ætla að róla mér í og ekki meira bakflæði og aðrir kvillar, þá er ekki séns að ég hætti við. Eiga eftir að koma mörg svona augnablik á næstunni en þá hef ég hann Ómar minn til að stappa í mig stálinu.

Ég fór í apótek um daginn að ná í lyf fyrir og eftir aðgerð og boy ó boy það fer um mig.. ég þarf að sprauta mig í kviðinn daginn fyrir aðgerð og svo 10 daga eftir aðgerð. Svo fékk ég mjög sterk verkjalyf og hægðalosandi lyf (já ég veit, sexý). Búin að kaupa mér stuðningssokka til að ég fái ekki blóðtappa og þá er það eina eftir að fara í blóðprufu. Úff þetta er að gerast og ég er að deyja úr streitu. En með peppi frá ykkur öllum sem nennið að lesa þetta þá tekst mér allt. Takk fyrir mig og héðan í frá verð ég duglegri að blogga.

Ást og friður frá Miss Norbit

One thought on “Að geta gert grín að sjálfum sér

  1. Þú átt eftir að rúlla þessu upp Íris mín. Góða skapið og húmorinn hjálpa þér. Gangi þér ofsalega vél 😘❤️🥇

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s