Og það styttist

Núna eru bara 4 dagar í stóra daginn (hljómar eins og ég sé að fara gifta mig 😂). Að öllu gamni slepptu þá sveiflast ég svakalega núna. Er svo kvíðin að það er að fara með mig. En svo heyrði ég í Aðalsteini lækni áðan og hann náði að róa mig niður, þetta mun verða frábært. Þegar ég tók ákvörðun um aðgerð þá sendi Aðalsteinn mér upplýsingabækling sem hefur að geyma bókstaflega ALLT sem ég þarf að vita um aðgerðina, kosti og galla, hvaða fylgikvillar gætu komið upp, aðgerðin sjálf og undirbúningur fyrir hana, hvað má búast við eftir aðgerð hvað varðar þyngdartap og allt milli himins og jarðar. Þetta er nokkurskonar hjáveitu biblía.

Sjálf er ég búin að viða að mér allskonar efni, ég keypti mér bók sem heitir  Þekktu þitt magamál  sem er svona svengdarvitundarbók. Ég fékk líka lánaða bók hjá yndislegu Írisi sem vinnur með mér sem heitir Næring og hollusta. Svo er ég búin að vera horfa á youtube myndbönd sem hafa hjálpað mér mjög mikið. Þannig að ég tel mig vera nokkuð vel undirbúna ☺️ Að auki er ég búin að fjárfesta í svona mini blandara þannig að ég ætti að vera vel sett fyrir vikurnar eftir aðgerð.

Ég fer ss inn á þriðjudaginn næsta 22.ágúst og á að mæta kl 14. Finnst það heldur seint í rassinn gripið, hefði viljað fara í aðgerð strax kl 8 en það eru víst nokkrir á undan mér. Ég mun liggja inni á (sjúkra)hótel Ísland í einn sólahring. Á bara strax að fara á stjá þegar ég er vöknuð og hreyfa mig. Fer svo heim daginn eftir og jafna mig í viku eða svo.

Úfff bara að setja þetta á blað stressar mig. Vonandi finn ég innri frið og ró og fer sátt inn í nýtt líf. Takk fyrir stuðninginn allir sem hafa hvatt mig áfram. Þið eruð æði

 

Ást og friður til ykkar elskurnar

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s