…..var frekar stressandi verður að viðurkennast. Hann var þó ósköp fljótur að líða því nóg að gera í vinnu og líka við undirbúning fyrir nýja lífið. Á milli viðskiptavina hjá RSK tók ég mig til og bjó til semí matseðill fyrir næstu 2 vikur. Hann var ósköp einhæfur því jú er bara á fljótandi fæði. Hleðsla, bollasúpa, smoothie, próteinsjeik, ávaxtasafi,vatn og allt í þeim dúr eru á matseðlinum. Þegar vinnudagurinn kláraðist og ég var búin að knúsa alla frábæru vinnufélagana mína, þá fórum við í Fitnessport að kaupa prótein því það er það eina sem gildir á næstu vikum 🙂 ég keypti risapoka með appelsínubragði á frábæru tilboði. Á leiðinni heim úr vinnunni spurði minn elskulegi eiginmaður hvað mig langaði í í síðustu kvöldmáltíðina ( eins og ég væri á leiðinni í aftöku 😂)…fyrir valinu varð dýrindis kjötsúpa sem var hrikalega góð. Í Bónus keypti ég fullt af allskonar sem ég á eflaust ekki eftir að hafa lyst á en það er samt betra að vera vel undirbúin.
Eftir mat tók svo við sá óheyrilega erfiði tími að sprauta mig með blóðþynningarlyfi í kviðinn sem ég þarf svo að gera næstu 9 kvöld. Viti menn ég bara dreif í þessu og það var ekkert mál 👌 svo stolt af sjálfri mér 💪. Núna er það svo bara að pakka niður og svo að reyna að hvíla mig fyrir stóra daginn. Leggst á bæn að allt fari vel. Ég á að mæta kl 14 og fer svo í aðgerðina uppúr 16 ef allt gengur eftir áætlun. Ómar ætlar að koma og vera hjá mér á sjúkrahótelinu og hugsar vel um frúnna sína eins og vanalega 🙂
Þakka kærlega fyrir allar góðar kveðjur. Vona að þið hugsið til mín á morgun og sendið allar ykkar sterkustu bænir að allt fari vel. Ég læt heyra frá mér þegar ég er komin á ról.
Knús í hús ❤️
Gangi þér vel elsku Íris
LikeLike