Aðgerðin búin

Stóri dagurinn…nýja lífið hófst á þriðjudaginn. Allt gekk vel og í dag fimmtudag líður mér bara vel. Ekki misskilja, þetta er ekki bara búið að vera dans á rósum, gærdagurinn var hræðilegur. Mér leið eins og það væri búið að blása mig upp því ég var stútfull af loftverkjum. Þeir eru ekki það besta í heimi, mér var svo illt í öxlunum að mig langaði að rífa af mér handlegginn og berja mig í axlirnar. Ég á að drekka 1.5 lítra af vökva á dag og í gær tókst það alls alls ekki. Aðalsteinn læknir talaði um að fá mig aftur inn í dag ef mér gengi svona illa að vökva mig en viti menn dagurinn í dag var bara allur annar. Ég er búin með 1 líter og dagurinn ekki ennþá búinn. Ég fór í léttan göngutúr í dag og þreif íbúðina þannig að það er allt að gerast. Ómar er alveg með svipuna á mér að nærast og ég gæti ekki haft betri einstakling við hliðina á mér en hann Ómar minn ❤️ Næstu dagar fara í að ná meira þreki og venjast nýjum lífstíl. Hlakka mikið til.

En að deginum sjálfum. Ég kom á Klíníkina kl 13.30 og þurfti að bíða smá stund. Svo kom hjúkrunarfræðingur og  fylgdi mér upp á herbergi. Það var mjög fínt fyrir utan að sjónvarpið virkaði ekki. Ég klæddi mig í fötin flottu og skömmu síðar kom Aðalsteinn og fór með mig niður á skurðstofu. Áður en ég vissi af var ég komin upp á borð, búið að setja upp nál og búmm ég var sofnuð. Aðgerðin gekk mjög vel, aðeins klukkutíma, og svo var ég vakin. Mér gekk hálf illa að vakna en svo þegar ég var tilbúin labbaði ég upp á herbergi. Ómar kom skömmu síðar, mikið sem það var gott að sjá hans fallega andlit. Hjúkrunarfræðingarnir hjá Karítas hugsuðu afskaplega vel um mig og eru algerir englar í mannsmynd. Aðstaðan þarna á Klíníkin er alveg til fyrirmyndar og ég mæli alveg sterklega með þeim 🙂

Aðalsteinn er búinn að vera duglegur að hringja og athuga með mig, en mér sýnist á öllu að ég muni standa mig það vel í þessu að ég þurfi ekki vökvun 🙂 Læt heyra frá mér reglulega héðan í frá. Enda þennan pistill á tölum sem mér finnst mjög erfitt að opinbera but ó well

20. júní 2017 139,9 kg

22.ágúst 2017 132,9 kg

24.ágúst 2017 130,7 kg

knús og kossar til ykkar ❤️

2 thoughts on “Aðgerðin búin

  1. Knús á þig. Gangi þér vel. Mjög gott að hafa vatnsbrúsa við hönd skipta um týpur bæta við röri og allskonar skemmtilegt til að drekka úr 😉

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s