Ég fór að velta fyrir mér hvort ég ætti að hafa þetta eins og byrjun á nýju ári…Ár Issunnar. Ár Issunnar sem byrjaði 22.ágúst 2017 🙂 mjög líklega mun ég tala um fyrir og eftir aðgerð þegar fram líða stundir svo það er ágætt að hafa þetta eins og nýár. Annars ganga hlutirnir núna svona upp og niður. Ég má hafa mig alla við að ná upp vökvamagni og þarf að vera mjög einbeitt. Ég beisiklý lifi á Hleðslu núna, drekk tvær á dag og virðist það vera það eina sem mér líður vel af. Ég ákvað í kvöld að setja allt það sem ég borða jafnóðum inní my fitness pal appið svo ég geti alveg fylgst með þessu. Ég er búin að þjást af talsverðri ógleði í dag en finnst núna þetta horfa til betri vegar. Ég var búin að gera matseðill fyrir komandi vikur en það hefur alveg farið í vaskinn að fylgja matseðlinum. En í kvöld eldaði ég stafasúpu og borðaði alveg hálfan desilítra af henni (án stafa reyndar) þannig að nú er bara að spýta í lófanna og gera skipulag. Mér finnst svolítið öfugsnúið að þegar ég átti að vera að passa mig að borða ekki of mikið þá átti ég mjög erfitt með að hemja mig og svo núna þegar ég Á að borða þá á ég erfitt með það..hahah frekar snúið. En mestu skiptir að vera með skipulag.
Andlega hliðin er líka eitthvað aðeins að angra mig og ég er ósköp meir og stutt í tárin. Mér leiðist að líða illa og þegar maður er í ákveðnu basli þá er oft stutt í tárin. Ég er samt svo hrikalega heppin að eiga góða fólkið mitt að sem styður mig í einu og öllu. Hann Ómar minn er svo sannarlega búinn að standa sína plikt með mér og hvetur mig óspart áfram og knúsar mig þegar ég á erfitt. Mikið sem hann gerir mig hamingjusama þessi elska.
Annars horfi ég stöðugt í það að eftir ekki svo langan tíma þá verður þetta allt betra og kílóin fara að fjúka. Þau eru reyndar alveg á hraðri leið í burtu og eftir stuttan tíma verð ég farin að sjá mikinn mun. Næsta mál á dagskrá er að gera skipulag, borða og hreyfa mig þá verður þetta allt svo mikið betra.
Svo á miðvikudaginn ætla ég að fara í vinnuna aftur. Mikið sen ég hlakka til að sjá alla þar og komast í rútínu. Þá hef ég hana Silju mína að pína mig áfram í drykkjunni svo hún tekur bara við af Ómari… það verður fínt!!
Gleðilegt nýtt Issuár elskurnar 🙂
væri gott fyrir þig að fara smá á spítalann og láta vökva þig almennilega heldur þú íris mín bara spyr. farðu vel með þig þú þarft ekkert að koma í tölvuleiðangur á morgun við bara sjáum til . ég fæ kannski gest að norðan á morgun smá stund og langar í HM ef þeir skyldu enn vera með BB 🙂 GN. PS . Þetta passar auðvitað ekki sem svar við blogginu hahaha fyrirgefðu
LikeLike
Hahahah frábært komment mamma 🙂 ég passa mig og er búin að ná vökvamarkmiði dagsins 🙂 heyri í þér á morgun
LikeLike
Mikið ertu dugleg Íris, svo gaman að lesa bloggið þitt og ég finn styrkinn þinn í lesningunni.
Hugsaðu jákvætt og taktu einn dag í einu. Ég er rosa ánægð með þig, þú ert æðibiti!
LikeLike