Orðuverðlaun

Það er óhætt að segja að ég eigi skilið orðu fyrir það sem ég gerði í gær. Ekki margir vita það en við erum að hýsa ungan mann frá Slóvakíu sem er skiptinemandi í HR. Hann verður hjá okkur til 1.sept og í gær átti hann afmæli. Uppáhalds maturinn hans er humar þannig að ég tók mig til og eldaði dýrindis humarveislu fyrir hann, bauð Krissu systir í mat og þetta var óhemju vel heppnað. Þeir sem þekkja mig vel vita að humar er uppáhalds svo þegar allir tóku til matar síns átti ég mjög erfitt með mig. En huggun harmi gegn þá bjó ég til dásamlega humarsúpu úr skeljunum og vá hvað það var æðislegt. Nógur afgangur þannig að ég fæ aftur humarsúpu í kvöld 😀

Annars var dagurinn í dag sá besti hingað til, er að drekka vel og í fyrst skipti frá aðgerð finn ég svengdar tilfinningu. Það er mjög jákvætt og gott merki. Á morgun ætla ég að drífa mig í vinnunna og boy ó boy hvað ég hlakka til. Verður örugglega allt annað að komast í rútínu og líka að hitta mínu dásamlegu vinnufélaga. Ég fór líka að hitta hjúkrunfræðing hjá Heilsuborg sem var alveg frábært því hún gaf mér mörg góð ráð. Ég hlakka mikið til að byrja aftur í Heilsuborg en það er ekki ráðlagt fyrr en í fyrsta lagi 4 vikum eftir aðgerð. Ég treysti á að Ómar verði duglegur að drífa okkur út í göngutúra til að hressa okkur við.

Núna er liðin slétt vika frá aðgerð og þegar ég fór á vigtina þriðjudaginn 22.ágúst þá var talan 132,9 kg..í dag 29.ágúst er talan á vigtinni 127,2 kg sem er algjörlega frábært. Það er óhætt að segja að fitupollarnir liggja útum allt eftir mig og fólk þarf að passa sig að detta ekki 😂 Ég gæti ekki verið ánægðari með þetta allt og sé fram á að komast í kjólinn fyrir jólin. Þangað til næst hafið það gott elskurnar

Knús og kossar

Issa byssa

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s