Dumping syndrom

Ákvað að byrja þetta blogg á þessu skemmtilega orði dumping syndrome……hvað er það spyrja eflaust flestir? Það er fræðilegt orð yfir ástand sem á sér stað hjá 70% af fólki sem hefur farið í offituaðgerð. Eruð þið orðin spennt?? Ég verð að vanda mig vel svo ég lýsi þessu ekki mjög sjónrænt. Vona að allir séu búnir að borða kvöldmat 😜

Ég upplifði dumping í fyrsta skipti á miðvikudagskvöld. Ég kom heim og útbjó mér dásamlegt boozt með möndlumjólk, hnetusmjöri og kakói. Það er víst líka gott að setja prótein ( ekki með appelsínubragði) klaka og kókosolíu útí en ég átti ekki svoleiðis. Þetta var alveg hrikalega gott og ég kláraði allan litla skammtinn minn. 30 mín síðar upplifði ég verstu verki sem ég hef fengið síðan eftir aðgerð 🙂 ég sat ss á wc-inu með ógleði, þvílika kviðverki, hjartslátt og já steinsmugu ( já það er orð 😂). Þvílíkt og annað eins hef ég ekki upplifað. Ég var alveg úrvinda á eftir og barasta veik.

Þetta hefur líklega gerst út af hnetusmjörinu í booztinu sem er alltof feitt og já líka það að ég var ekki búin að borða nóg yfir daginn. Aðferðin til að losna við að lenda í þessu er að aðlaga matarræðið með mörgum litlum máltíðum og forðast kolvetni og fitu. Einnig er alveg gullin regla að drekka ekki neitt 30 mín fyrir mat og ekki fyrr en 30 mín eftir mat. Það er eitthvað sem ég þarf að venja mig sérstaklega mikið við. Drekkum alltaf með mat.

Fyrir utan það þá gengur lífið sinn vanagang. Ég mætti í vinnu á miðvikudaginn þar sem mér var fagnað eins og þjóðhetju og já allir sáu mun 💪☺️ fyrsti dagurinn var frekar erfiður og ég var svolítið mikið orkulaus en svo fór þetta stig batnandi. Í gær kom elsku Silja með orkugel sem maraþonhlauparar nota óspart í langhlaupum. Það er skemmst frá því að segja að ég nánast fór sömu vegalengd og maraþon eftir þetta því orkan var svo mikil. Fór með Adam í klippingu, fór í heimsókn til mömmu og Hermanns, kom heim og þreif allt hátt og lágt. Þetta gerði ég þrátt fyrir svefnlitla nótt, nóttina áður, sökum dumping verkja. Svo mjög líklega hefur þetta orkuskot virkað 🙂

Silja er ekki ónýt að halda mér við efnið þegar kemur að vökvadrykkju og er hér með tekin við af Ómari í klappstýruhlutverkinu 🙂 gott er að eiga góða að og það á ég svo sannarlega 🙂

En mikið vona ég að ég nái að aðlaga matarræðið í rétta átt og þurfa aldrei að upplifa svona verki aftur.

Góða helgi elskurnar ❤️

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s