Fyrsti í mauki…

Jebb það er komið að þeim áfanga, fyrsti í maukfæði byrjar í dag. Fyrsta almennilega máltíðin átti sér stað í kvöld og fyrir valinu varð plokkari. Talaði við lækninn minn góða og hann sagði það mjög mikilvægt að mauka allt með tölu núna í viku allavega. Síðan má ég fara að stappa og tyggja 100 sinnum og loks borða venjulegan mat. Plokkfiskurinn bragðaðist afskaplega vel og mér fannst gott að fá smá fyrirferð í munninn 🙂 Reyndar fannst mér mjög erfitt að horfa á þrumarann sem ég má ekki ennþá fá ennnnnnn þetta líður allt mjög fljótt. Í dag voru líka heftin tekin úr kviðnum þannig að það er bókstaflega allt að gerast. Mjög gott að vera laus við þau.

Í gær setti ég inn færslu um þetta blogg á góða systir. Gerði ég það til að geta kannski hjálpað einhverjum sem er í þessum hugleiðingum og vill fá að vita hvernig þetta allt er. Viðbrögðin hafa verið mjög góð og margar sett sig í samband við mig til að spyrja spurninga sem er aðallega um kostnaðinn. Fannst ég þurfa að láta koma fram að ástæðan fyrir því að ég ákvað að gera þetta á eigin kostnað er eingöngu vegna þess að ég hef ekki tök á að fara í gegnum Reykjalund. Bæði finnst mér of löng bið og lika gæti ég ekki tekið þátt í því sem maður á að taka þátt í sökum vinnu. Reykjalundur er frábær stofnun og hefur gert marga góða hluti og ég hvet þá sem hafa tök á því að fara í gegnum Reykjalund.

Á hinn bóginn finnst mér það orka tvímælis að aðgerðin hjá Klíníkin og í Domus skuli ekki vera niðurgreidd og finnst að fólk eigi að hafa val, hvort það vilji fræðast um alla hluti varðandi hjáveituna sjálfir, eða læri þetta á námskeiði hjá Reykjalundi. Munurinn er eins og fjarnám eða staðnám 🙂 þetta er dýrt en þegar maður hugsar um ávinninginn þá skipta peningarnir ekki máli 🙂

Eftir að ég setti færsluna á góða systir þá höfðu svo margar samband að mér leið eins og frægum snappara… spurning að maður skelli í leik þar sem verðlaunin eru maukfæði að eigin vali, eldað af mér 😂😂 það myndi aldeilis verða vinsæll leikur. Á morgun kemur nýr dagur með nýjum áskorunum og þessari eilífu spurningu…hvað á að vera í matinn??

Þar til næst…knús og kossar til ykkar allra ❤️

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s