Að læra nýja hluti

Hef ekki verið mjög dugleg að blogga en það er nú bara sökum annríkis. Finnst voðalega gott að hafa mikið að gera og já ég finn alveg gífurlega mikinn mun á orku og getu núna eftir aðgerð. Þetta gengur allt mjög vel nema það kom oggulítið bakslag í síðustu viku. Á miðvikudag og fimmtudag, seinnipart dags, fékk ég svakalega verki í magann. Varð óhemju orkulaus og átti mjög erfitt. Þetta var í vinnunni og þufti ég að fara afsíðis að reyna að jafna mig. Ég fór heim á miðvikudaginn og lagðist í rúmið og gat mig hvergi hrært. Svo þegar ég borðaði kvöldmat, alveg 5 gafla, þá hresstist ég við. Þannig að þegar ég fékk aftur svona vanlíðan í vinnunni á fimmtudeginum þá ákvað ég að fá mér banana og viti menn ég varð alveg stálslegin. Niðurstaðan var sú að ég er ekki að borða nógu mikið. Ég þarf að borða 6 sinnum á dag og það hefur ekki gengið alveg nógu vel. Þjáist án efa af næringarskorti því oft hef ég ekki verið að borða nema 2 sinnum yfir daginn og mjög mjög lítið í einu.

Ég þarf að gera gott skipulag og fylgja því í þaula. Þarf að fá mér morgunmat, millimál, hádegismat,millimál,kaffi,kvöldmat. Drekka 2 lítra af vökva yfir daginn og þá eru mér allir vegir færir. Það sem var að rugla mig þessa daga þegar mér leið svona var að ég fékk ekki eiginlegan hungurverk heldur bara illt í magann og flökurleika. Núna veit ég að magaverkur er hungurverkur 😀 svolítið flókið.

Verð alveg að viðurkenna að stundum sakna ég þess að geta ekki bara borðað það sem mig langar að borða og drekka með mat, sem mér finnst óhemju erfitt, ennnn það kemur allt með tíð og tíma. Við hjónakornin erum að fara til Madeira í nóvember og þá koma nýjar áskoranir varðandi mat og drykk. En auðvita tækla ég það 😉

Talan á vigtinni er sérstaklega ánægjuleg og nú fer að koma að því að fara kaupa sér einhverjar flíkur. Set hérna neðst tölurnar mínar…þangað til næst

Knús í hús og takk fyrir að lesa

Íris sem breytist brátt í beinagrind 😉

Vigtin:

20.júní 2017 139,7

22.ágúst 2017 132,9

18.sept 2017 120,8

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s