Loksins bloggið

Hef ekki verið neitt svakalega öflug hérna verður að viðurkennast. Meðan allt gengur eins og í sögu þá kannski þarf maður ekki mikið að segja. Og já allt gengur eins og í sögu 🙂 ég borða allt og hef ekki fengið neitt í magann þrátt fyrir það. Vá hvað það er mikill léttir. Ég forðast feitan mat eins og heitan eldinn og líka sykur, nema hef aðeins stolist að fá mér Malt og smá sprite. Eina sem er að plaga mig núna er bévítans flensa sem ég er búin að vera að berjast við síðan á fimmtudag í síðustu viku. Byrjaði á að fá mikla hálsbólgu þá og var heima. Fór í vinnuna á föstudaginn en strax heim því mér leið svo illa…asnaðist til að vera ekki í bæli um helgina og ligg núna með kvef,hálsbólgu og hita. Ömurlegt ástand.

Það sem ég þarf að bæta er inntaka á vítamínum. Það er ekki alveg nógu gott hjá mér og ég þarf að bæta það. Mínir elskulegu samstarfsfélagar höfðu áhyggjur að ég væri að detta í nokkurskonar þunglyndi, fannst ég ekki eins kát og ég átti að mér að vera en ég reyndi að fullvissa þá að mér liði bara vel fyrir utan flensuskrattann. Það er ein af ” aukaverkununum” eftir svona aðgerð að fólk verður dapurt og þunglynt. Ég geri mér grein fyrir því og held að með því að taka vítamín og hreyfa sig þá verði lífið allt allt annað. Ég hef fengið þunglyndi í gegnum tíðina og mér líður ekki svoleiðis núna. Er bara pirruð á flensunni en það er bara það. Finnst voðalega vænt um að fólk sé umhugað um mig og met það mikils. Þetta eru bestu vinnufélagar í heimi 🙂

Ég er í facebook hóp á netinu fyrir fólk sem hefur farið í svona aðgerð og þar var einmitt verið að tala um vítamín málin. Þar var ein sem pantar sín vítamín frá Svíþjóð en þau eru sérsniðin fyrir fólk sem hefur farið í offituaðgerð. Ég pantaði mér prufupakka og er mjög spennt að prófa. Síðan heitir baricol bariatrics, er á sænsku en það er ekkert mál að skilja 🙂 set slóðina hérna með https://baricolbariatrics.se/

Núna eru bara rúmar 4 vikur í ferðina okkar Ómars til Madeira. Ótrúlegt en satt þá hlakkar mig mjög mikið til að passa almennilega í flugvélasætið 🙂 það verður aldeilis munur. Ég “neyðist” til að kaupa mér ný sundföt því mín eru orðin alltof stór á mig 😀 svo þarf ég líka að fara versla mér eitthvað smá því það er beisiklý allt orðið of stórt á mig og ég á engin föt. Vá hvað þetta er gaman. Þarf örugglega reglulega að kaupa mér ný og ný númer sem er mjög ánægjulegur fylgikvilli þessarar

aðgerðar. Á mánudaginn næsta fer ég að hitta Aðalstein lækni í eftirlit það verður mjög spennandi. Fer líka í Heilsuborg aftur á mánudaginn og þá fara hlutirnir að gerast. Ætla líka að fara hitta sálfræðing því maður verður að taka þetta alla leið, rækta hug og heilsu því það er það sem skiptir mestu máli í lífinu. Ætla ekki að detta í þunglyndi heldur fyrirbyggja það, verður ekkert mál með allt þetta góða fólk í kringum mig. Læt ykkur heyra hvað doksi segir á mán….knús til ykkar elskurnar

Issa soon to be beinagrind

Nýjustu tölur:

20.júní 2017 139,9

22.ágúst 2017 132,7

4.okt 2017 117,9

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s