Læknisheimsókn

Jæja loksins kom að því að ég færi í almennilega læknisskoðun eftir aðgerð. Fór að hitta Aðalstein lækni í Klíníkin og það er skemmst frá því að segja að það er nánast allt í blóma. Tölurnar voru þannig að kílóin sem eru farin eru 23, centimetrar um mitti sem eru farin eru rúmlega 30 og BMI hefur lækkað um 7,1 😀 það verður að viðurkennast að ég gæti ekki verið ánægðari. Eina sem ég þarf að laga er að ég var afskaplega lág í D vítamíni þannig að ég þarf að taka allverulega á því þar. Taka 800 mg 2x á dag. Svo þarf ég að vanda mig verulega með próteinið og auka það.

Ég spjallaði aðeins við hann um allt og ekkert og sagði honum að hlutirnir ganga alveg stórvel. Hann sagði að hann væri alltaf meira og meira sannfærðari að mini bypass aðgerðin væri algjörlega málið því aukaverkanirnar væru miklu minni heldur en með stóru bypass aðgerðinni. Ég viðurkenni það alveg að ég átti von á því að þetta yrði meira mál en það er ekkert þannig að angra mig svo ég er á grænni grein.

Næsta mál á dagskrá er Madeira ferðin okkar Ómars sem er eftir litlar 4 vikur. Mikið verður nú ljúft að komast í sólina og sælunna og já stóri kosturinn er að þá fæ ég nóg af D vítamíni. Það verður örugglega smá flókið að finna rétta taktinn þegar kemur að matarmálum. Ég þarf að halda strangri rútínu og borða 6x yfir daginn. Mest kvíði ég skammtastærðum en við Ómar getum örugglega deilt mat 🙂 Ég “neyðist” til að fara í smá búðarrölt til að finna mér eitthvað Madeira vænt að vera í, bikíní, kímónó og allskonar svoleiðis gott stuff. Jeminn hvað þetta er gaman. Og já svo verður líka dásemd að passa í flugsæti án þess að vera kramin. Dásamleg tilhugsun.

Því miður eru ekki allir jafn heppnir og ég, sumum hefur gengið annsi illa eftir aðgerð og lent í allskonar vandkvæðum og veseni. Hugsa samt að flestum gangi allt í haginn en ég hvet alla þá sem eru að hugsa um þetta að kynna sér málið mjög mjög vel, hlusta á lækninn og hugboðið. Ég á kannski erfitt með að ráðleggja svona því það verður að viðurkennast að það gengur alveg óhemju vel hjá mér….lesið lesið lesið ALLT um svona aðgerðir, talið við lækninn og takið vel upplýsta ákvörðun. Mín ákvörðun var góð og ég sé aldrei eftir þessu. Aðrir hafa kannski aðra skoðun. Ef þið viljið spjalla um þetta endilega hafið samband og ég skal með glöðu svara öllu sem ég get.

Líði ykkur sem allra best elsku fólk þarna úti

Kv. Issa hressa

4 thoughts on “Læknisheimsókn

  1. Yndislegt hvað þetta gengur vel hjá þér. Að fara í aðgerð er stórt skref að stíga og þá held ég að hugarfarið skipti stóru um hvernig gengur og þar er einmitt þinn styrkleiki.

    Like

Leave a Reply to irisv73 Cancel reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s