Þegar ég fékk í magann.

Það hefur ekki gerst oft á þessari vegferð minni að ég hef fengið í magann en um daginn gerðist það. Ég sá alveg hreint dásamlega uppskrift af kjúkling í beikon sósu og hugsaði með mér að þetta yrði étið upp til agna. Ég ss skar kjúklingabringur í bita og setti í eldfast fat, steikti beikon og bætti grænmeti, sýrðum rjóma og kryddum útí. Þessari sósu dembdi ég svo yfir kjúllan, setti ost yfir og inní ofn. Á meðan ég beið eftir að þetta eldaðist þá setti ég spurningu inn á hópinn góða á Facebook sem er fullur af snillingum sem hafa farið í offituaðgerð. Þar spurði ég hvort mér væri óhætt að fá mér beikon… ég náði ekki að bíða eftir svari því maturinn var til. Ef ég hefði beðið í smá stund og lesið svörin þá hefði ég líklega ekki fengið mestu magapínu sem sögur fara af 😩 ég fékk mér smá kjúkling, sneiddi alveg framhjá beikon (að ég hélt) en tók ekki eftir föstum beikonbita í ostinum og því fór sem fór. Ég var varla búin að kyngja þegar ég þurfti að rjúka frá borðinu og kastaði alveg þvílíkt upp. Þetta var hriki, ég veit ekkert verra en að gubba og það sem gerði þetta ennþá verra var að það kom varla neitt nema gall 😖

Þegar ósköpin voru liðin hjá þá fór ég að lesa það sem snillingarnir svöruðu og það var einróma álit að beikon er verkfæri djöfulsins fyrir fólk sem er búið í svona aðgerð. Því miður því mér finnst fátt betra en beikon og það lá við að ég færi að grenja þegar ég áttaði mig á því að líklega væri þetta out for good. Sem leiðir mig að næstu pælingu, ef beikon er ekki gott fyrir mann hvað þá með hamborgarhrygg og hangikjöt á jólunum? Bæði mjög reykt, salt og feitt alveg eins og beikon. Ég ímynda mér að það sé heldur ekki gott fyrir mann. Þannig að mín breytta sýn á jólamatinn er sú að ég elda þennan hefðbundna mat fyrir fjölluna en elda eitthvað annað gourmet fyrir mig. Kannski bara kalkúnabringur nú eða hnetusteik. Verður bara gaman að leggjast yfir healthy jólauppskriftir.

Annars er bara allt gott…ég er reyndar ennþá í stoppi eða því sem næst…ég VERÐ að venja mig af því að fara daglega á vigtina. Frekar að fara vikulega því hitt er bara vont fyrir sálina. Ég náði loksins að kaupa mér málband og mældi mig alla. Setti tölurnar inn í app og ætla svo að mæla mig á 2 vikna fresti og sjá línuritið stefna niður niður niður 😁 ég veit það samt að ég er búin að missa tvær fatastærðir eða næstum því svo það er mjög jákvætt. Ég hefði viljað vera búin að missa aðeins meiri rass áður en við færum til Madeira but óvell ég er samt fabulous 😀😀

Madeira er eftir 9 daga og það verður æði get ég sagt ykkur. Verður ósköp gott að komast með elskunni sinni í smá frí án barna og buru. Bara kærustuparast í heila 9 daga og njóta þess að vera í sól og sumaryl í góðum félagsskap. Ég fékk skilaboð frá einni góðri konu að hún ætti sundföt fyrir mig og ég sótti þau til hennar áðan. Ég er ekki búin að máta en ætla að gera það á eftir. Mjög jákvætt að þurfa ekki að kaupa sér sundföt fyrir ferðina góðu.

Þar til næst, hafið það gott elsku fólk og munið… stay off the bacon 😜

Knúz í húz

Tölurnar:

20.júní 2017 139,9

22.ágúst 2017 132,7

25.10 2017 114,8

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s