Mikið er lífið dásamlegt

Þrátt fyrir að það gangi á ýmsu með börn og bú…Solla í non stop slím gerð og Adam að refsa okkur fyrir að fara lengi frá honum þá er lífið alveg hreint dásamlegt 😀. Mér líður alveg stórvel, kílóin fjúka af og þrekið bara allt annað. Við hjónin fórum eins og kunnugt er til Madeira 4.nóv sl og vorum í alveg 9 daga. Þetta var eitt besta frí sem ég hef átt, ekki neinar áhyggjur og þurftum bara að hugsa um sjálf okkur. Ekkert stöðugt verið að ákveða hvað átti að gera næst heldur bara að njódddda og lifffa í núinu ❤️

Madeira er frekar brött eyja, miklar brekkur og klettar og alltaf verið að ganga uppí mót. Það verður að viðurkennast að þar fann ég mikinn mun á orku og getu, hélt í við fólk og gat gengið upp og talað án nokkurs vesens. Mikið sem það var gaman og allt hrósið sem ég fékk var heldur ekki að skemma fyrir 😉

Í sambandi við matinn þá gat ég ekki borðað mikið frekar en fyrri daginn en þurfti að borða oft. Ómar þurfti stöðugt að draga mig að landi og svo vorum við líka farin að panta bara einn rétt til að deila. Þegar ég pantaði eitthvað fyrir sjálfa mig þá var það alltaf forréttur sem ég yfirleitt gat ekki klárað en þá kom Ómar sterkur inn. Ég lét kökur og svoleiðis eiginlega alveg í friði en fékk mér reyndar besta mojito í heimi á hverju kvöldi.

Það sem ég var búin að kvíða hvað mest fyrir var drykkjan en það gekk bara alveg mjög vel og ég fór aldrei yfir strikið og náði að halda mér á línunni þegar ég fékk mér í glas. Ég finn reyndar mjög mjög fljótt á mér og þá hætti ég bara, einnig er ég líka lengi með sama glasið og drekk lítið þannig að þetta er mjög stór plús fyrir budduna.

Ég hreyfði mig eðlilega mjög mikið þarna úti og sá mun á mér liggur við á hverjum degi. Ég er með stillt hreyfingamarkmið og skrefamarkmið í símanum og ég náði því á hverjum degi og gott betur en það. Ég fór ekkert á vigt fyrr en ég kom heim en hugsaði með mér að talan passaði ekki því ég var frekar bjúguð og bólgin eftir flugið. Ákvað því að halda í mér í nokkra daga og fór svo á vigtina í dag. Talan var frábær og ég ræð mér ekki fyrir kæti. Set tölur neðst í færsluna ásamt nokkrum myndum úr ferðinni. Takk fyrir hvatninguna elskurnar mínar, þið eruð frábær ❤️

Tölurnar:

20.júní 2017 139,9

22.ágúst 2017 132,7

18.nóv 2017 111,5

2 thoughts on “Mikið er lífið dásamlegt

  1. Gaman að heyra að allt gekk vel og þi gátuð notið þess að vera tvö í fríi. Svona er lífið nú dásamlegt.

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s