Nýtt ár…nýjir tímar

Jeminn, hef ekki skrifað síðan fyrir jól 2017 og skammast mín pínu. Ætlaði að verða landsfrægur bloggari en svo blogga ég bara ekki baun 😂 óvell, koma tímar koma ráð. En já það eru svo sannarlega nýjir tímar hjá mér, árið 2018 er MITT ÁR! Loksins loksins loksins sýnir vigtin tveggja stafa tölu! HÚRRA, ekki nóg með það heldur er ég næstum búin að ná ákveðnum einstakling sem ég nefni ekki á nafn 😉 vá hvað þetta er gaman. Eins og venjulega gengur þetta bara mjög vel, ég borða nánast allt, fæ stundum í magann en yfirleitt ekki. Ég finn það að ef ég borða mjög hratt, sem ég geri, þá fæ ég illt í magann. Ég þarf svo innilega að vanda mig að njóta matarins og vera lengi.

Ég er loksins farin að hreyfa mig, búin að kaupa mér árskort í world class, er í fjarprógrammi hjá Sibbu Arndal og búin að fjárfesta í fitbit skrefamæli sem gefur mér stuð þegar ég þarf að standa upp og hreyfa mig. Allt þetta geri ég svo ég komist í form áður en við förum dagleið (Hellismannaleið) í sumar. Ég þarf líka að reyna að stækka vöðvana upp í umframhúðina sem er tekin að lafa á hinum ýmsustu stöðum :/

Ég tók mig líka til og stofnaði lið Ríkisskattstjóra í Lífshlaupinu, eitthvað sem aldrei hefur verið gert og það er skemmst frá því að segja að okkur gekk vel miðað við fyrsta skipti og lentum í 5.sæti. Næsta ár verður ennþá betur undirbúið og þá munum við komast á verðlaunapall. Fólk er ennþá mjög mikið að hrósa mér og segja að ég sé dugleg. Stundum finnst mér ég ekki dugleg að því leitinu að þetta gengur eitthvað svo átaklaust og án þess að ég geri nokkuð. En jú líklega er ég dugleg að einhverju leyti, allavega dugleg að vera byrjuð í ræktinni.

Það eitt að fara alein og óstudd í ræktina er hrikalegur sigur. Fyrsta daginn þegar ég var að fara þá var ég á fullu að reyna að finna einhverja afsökun til að fara ekki en Telma mín rak mig áfram og kom með mér. Vá hvað það var gaman 🙂 fyrsta skipti á ævinni sem ég fer með dóttlunni minni í ræktina (og já send nokkur snöpp af því tilefni). Næst ætla ég að fara með Sollu sys, það verður líka að mig minnir í fyrsta skipti sem ég fer með henni. Nýjir tímar svo sannarlega.

Ég er orðin þvílíkt skipulögð með matinn. Reyni alltaf að borða próteingjafa fyrst, borða mjög reglulega og drekk mikinn vökva yfir daginn. Er meira að segja búin að merkja máltíðirnar inn í dagbók og merki við þegar ég er búin að borða. Verð að gera þetta svona svo ekki líði of langt á milli máltíða. Ef ég gleymi einni máltíð þá borða ég of hratt og fæ í magann. Manni líður svo vel að vera skipulagður.

Það er örugglega margt sem ég er að gleyma en læt þetta duga í bili. Heilbrigð sál í hraustum líkama á svo sannarlega við núna, mér líður alveg hreint stórkostlega vel og lífið er bara frábært. Ekki langt í lokatakmarkið sem er kjörþyngd og ekki heldur langt í næsta markmið sem er 50 kg múrinn. Úfff hvað þetta er eitthvað mikið. Læt nokkrar stemmingsmyndir fylgja með og já tölurnar. Takk fyrir að nenna að lesa elskurnar

Xoxo

Issa ýlustrá

Tölurnar:

20.júní 2017: 139,9 kg

22.ágúst 2017: 132,7 kg

25.febrúar 2018: 96,9 kg

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s