Stoppin

Já ég er í stoppi og það er að gera mig brjálaða. Svona stopp koma reglulega og oft og það er beisiklý ekkert við því að gera. Nema jú, halda áfram að borða hollt og hreyfa sig. Talandi um að hreyfa sig þá er ég bara alls alls ekki nógu dugleg í því máli. Ég er búin að downloda öllum öppum undir sólinni sem eiga að hjálpa manni með hreyfingu og að fylgjast með þróuninni en það hefur ekkert að segja. Ég þarf bara að DRÍFA MIG Í RÆKTINA!!

Ég var að telja öppin mín og ég er með 8 hreyfingar, heilsuræktaröpp í símanum! Já þið lásuð rétt 8 öpp. Nýjasta appið og jafnframt mögulega það heimskulegasta er Nokia health mate, sem fylgir nýju vigtinni minni. Ég “neyddist” til að kaupa mér nýja vigt því sú gamla gaf upp öndina. Ég keypti ekki bara einhverja plain vigt, ónei ég keypti mér snjallvog. Hún er með wifi, segir manni veðrið og gefur manni upp hinn margumtalaða bmi stuðull. Ég er náttúrulega ennþá óeðlilega þung en vonandi fer ég niður í goal þyngdina (sem er 66 kg samkvæmt health mate appinu en mér finnst það alltof lítið). Stefnan hjá mér er sett í 80 kg til að byrja með og sjá hvernig mér líður þá.

En aftur að stoppinu…. gamla vigtin mín sýndi 96,9 í lok febrúar. Nýja vigtin sýnir 96,2 sem er bara 700 gr á nokkrum vikum. Þetta er frekar mikið að pirra mig og mig langar mjög að koma mér almennilega af stað aftur. Ég er því miður búin að liggja í enn einni flensunni og er bara öll ómöguleg. Er ennþá með svolítin hósta og ofan í mér en þetta er samt allt að koma. Það verður nú að viðurkennast að ónæmiskerfið í mér hefur beðið einhverja hnekki eftir aðgerð því ég fæ allar pestir known to man núna (okey smá ýkjur). Ég tek alltaf lýsið mitt og Dið mitt en það virðist ekkert gera fyrir mig. Ég bið til guðs að veikindatímanum mínum sé lokið því ég nenni ekki að standa í þessu veikindabrölti. Á morgun þegar Adam fer í sund ætlum við Ómar að fara á hlaupabrettið saman og síðar í vikunni ætla ég að draga hann með mér í smá lyftingasession.

Annars verð ég að passa mig að fara ekki að detta í einhverja óhollustu og þarf að halda mínu striki. Finn það núna að ég get borðað miklu meira en ég var vön og það hræðir mig. Ég verð að finna einhvern balance og er ákveðin í því að panta mér hjá næringarfræðing og sála því ég þarf að koma hausnum í lag í samfloti með þessu líkamlega. Það er mikill hætta á að ef maður endurstillir ekki á sér viskustykkið (heilann) þá detti maður í sama farið og þegar maður var of þungur. Maður þarf að rækta líkama og sál til að enda sem sigurvegari.

Að lokum langar mig að hvetja alla sem þetta lesa að adda haustfjord.is á snapp. Hún er svo dásamleg mannvera með hausinn á réttum stað öll skreytt í glimmer 🙂 Hún nær svo vel til mín að ég fer í bedda uppfull af ákveðni og þvílíkt peppuð að komast á rétt ról aftur. Það þýðir ekkert að klúðra þessu frábæra verkfæri sem aðgerðin gaf mér og halda áfram áfram áfram að komast að lokatakmarkinu (sem er mismunandi hjá mér eftir því hvaða app ég skoða 😂) ÁFRAM ÉG! Takk fyrir að lesa elskurnar ❤️

Lots of love

Issa appóða

Tölurnar:

20.júní 2017: 139,9

22.ágúst 2017: 132,7

19. mars 2018: 96,2

Fyrsta skipti í gallabuxur í 30 ár

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s