Nú árið er liðið….

Og ég er ný manneskja. 22.ágúst var “afmælið mitt” …. fyrsta afmælið sem ég hef haldið jafn þung/létt og þegar ég var unglingur. Ég hljóma líklega eins og biluð plata þegar ég segi enn og aftur, þetta gengur alveg hreint lygilega vel. Ég er ennþá í ofþyngd samkvæmt BMI stuðli en vá hvað mér líður vel núna. Ég ætla samt að reyna að léttast meira og komast niður í 75-79 kg ef ég mögulega get (jájá auðvita get ég það 😉 )

Kyssa silung í Veiðivötnum um síðustu helgi

Árs afmælið hélt ég með því að ganga dagleið upp á hálendi. Þvílíkt sem þetta var stórfenglegt ferðalag. Ég skipulagði ferðina og bauð vinnufélögum að “joina”. Það var því vaskur hópur starfsfólks RSK ásamt afleggjurum, sem lagði í hann upp í Landmannahelli, föstudaginn 17.ágúst. Byrjuðum á smá göngu um svæðið á föstudeginum en aðal gangan var farin á laugardeginum. Þá gekk hópurinn frá Landmannahelli í Landmannalaugar samtals 18 km, upp og niður fjöll, yfir lækjarsprænur, ár, svarta sanda og mosabreiður. Veðrið var ólýsanlega gott og útsýnið algjörlega stórfenglegt . Það er skemmst frá því að segja að mér gekk ótrúlega vel, enda heilli manneskju léttari 🙂 ég blés varla úr nös og hélt í við alla sem ég hélt að ég myndi aldrei geta. Ég hef gengið þessa dagleið einu sinni áður, þá 30kg þyngri og vá hvað þetta er miklu miklu betra. Ég verð bara að segja að það eru algjör forréttindi geta loksins hreyft sig skammlaust og fengið að upplifa fallegustu staði Íslands. Ég hvet alla til að kynna sér þessa gönguleið sem heitir Hellismannaleið, þið sjáið ekki eftir því.

Vondugiljaaurar
Þarna 30 kg þyngri upp á Stórhöfða
Heilli manneskju léttari upp á Stórhöfða 18.ágúst

Á sunnudeginu var svo aftur lagt í hann, ég hélt nú að ég gæti ekki með nokkru móti hreyft mig eftir langa laugardaginn, ég var með risa blöðru á stóru tá og almennt frekar stirð. En þrjóska ég ákvað samt að fara með og VÁ hvað það var þess virði. Við gengum að upptökum Rauðufossa og ég get ekki lýst því með nógu sterkum lýsingarorðum hvað þetta er magnaður staður. Og enn og aftur kom ég sjálfri mér á óvart og gekk upp og niður fjall án þess að mögla og já með risa blöðru á tánni. Meiri harðjaxlinn sem maður er 😉

Rauðu fossar

Upptökin… algjörlega ólýsanlegt

Annars hef ég ekki bloggað neitt síðan í mars og já ég skammast mín slatta fyrir það. Margir sem hafa sett sig í samband við mig og núna ætla ég að reyna að vera duglegri að blogga (haha hef líka sagt þetta áður). Ég finn það núna að ég hef meiri lyst, langar meira í nammi og þarf að passa mig meira. Ég set mikið traust á fitbitið mitt og reyni að taka 8000 skref á dag. Það gengur upp og ofan en mig langar svo mikið að hreyfa mig meira, virðist bara aldrei finna réttu fjölina. Jú það er nokkuð gott að labba dagleið upp á hálendi en þetta þarf að vera miklu reglulegra. Lífið er bara svo flókið einhvernveginn, mikið að gera, stórt erfitt heimili og margt sem þarf að skipuleggja. Eitthvað þarf alltaf að sitja á hakanum og mínu tilfelli þá er það reglulega hreyfingin. Bömmer ég veit en svo má maður ekki refsa sér um of. Hinsvegar ætla ég ekki að detta í nammi gírinn. Snakkið mitt á kvöldin núna er harðfiskur, ber og ávextir og ég ætla að halda mig við það. Ég borða ennþá lítið í einu en miklu oftar. Finn samt stundum fyrir því núna að mig langar að stoppa á heimleið eftir vinnu og fá mér eitthvað fljótlegt. Ég get sem betur fer ennþá stoppað mig í því bulli, dríf mig heim og fæ mér hrökkbrauð, tvíbökur eða ávexti.

Aðalsteinn læknir hringdi í mig um daginn með niðurstöður úr blóðprufum. Eins og venjulega þá er B12 lágt og D vítamin líka. Ætla að drífa mig í B12 sprautu og vera dugleg áfram í D-inu. Þetta með B12 skortinn getur skýrt afhverju ég er verri af flogaveikinni allt í einu 😦 fæ miklu oftar störuflogin og í byrjun ágúst fékk ég því miður stórt flogakast, sem hefur ekki gerst í langan langan tíma. Aðalsteinn sagði að B12 skortur hefur áhrif á taugakerfið þannig að þetta gæti verið skýring. Því held ég að sprautan gæti verið góður kostur fyrir mig til að fá smá búst. Annars er ég alveg dugleg í vítamín málum. Þarf bara að setja smá kraft í þetta tvennt.

Jæja þá er komið gott í bili..set inn ársafmælis tölur hérna að neðan og verð svo duglegri að blogga í framhaldinu. Að lokum vil ég segja að þessi ákvörðun sem ég tók er sú besta hingað til. Lífið er núna og ég er ný manneskja í nýjum líkama. Ég elska þetta 😁😁😁 takk fyrir að nenna að lesa

Knús og kossar❤️❤️❤️

Issa endurfædda

Tölurnar:

20.júní 2017= 139.9 kg

22.ágúst 2017= 132,7 kg

22.ágúst 2018= 83,2 kg

56.7 kg farin sem er heil manneskja 💪💪💪👏👏👏😁😁

One thought on “Nú árið er liðið….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s