Daginn eftir Ísland í dag

Er bara ágætis dagur til að rembast við að blogga aftur. Já haldið þið barasta ekki að kjéllingin (ætli maður megi skrifa það án þess að móðga einhvern?) hafi verið í viðtali í tv, nánar tiltekið í Ísland í dag, beint eftir fréttir á Stöð 2. Þetta heppnaðist bara nokkuð vel verð ég að viðurkenna og ég hef fengið holskeflu af góðum kveðjum. Þau ykkar sem eruð ekki búin að sjá viðtalið góða here it is 😉 https://www.visir.is/sjonvarp

Það er náttúrulega ótrúlegur munur á manni verður að viðurkennast og ekkert skrítið að fólk þekki mann ekki 🙂 það var ótrúlega skrítið að sjá þessar gömlu myndir af mér. Ég var svona, ég er ekki lengur svona en er samt ennþá ég, sama manneskjan bara ekki í sömu umbúðum.

Ég og Elsa vinkona, þarna sést hvað ég var óhamingjusöm

Bráðum eru liðin 2 ár frá aðgerð og ég er búin að missa það sem ég vildi missa og líklega gott betur. Núna langar mig mest að fara styrkja mig og gera mig stælta. Það verður að viðurkennast að ég er ekki alveg nógu dugleg þar og húðin er frekar mikið slöpp. Ég fékk þetta fína prógram hjá Köru frænku minni og Agnesi vinkonu hennar en saman eru þær með Hraust sem eru með allskonar heimaprógröm fyrir allskonar fólk. Hvet ykkur að kíkja á það, er alveg þvílíkt að hjálpa mér. Hérna kemur linkur ef þið viljið kíkja á þessa snilld 🙂 https://hraustthjalfun.is/index.php/um-okkur/

Svo ég vaði nú úr einu í annað þá finnst mér núna ég þurfa að huga að andlegu hliðinni. Ég finn að þessi nýji líkami og nýja ég þarf líka að styrkja mig og gera mig andlega stælta. Því þetta tengist jú allt, samband mitt við mat, matarvenjur og bara sjálfa mig þarf að breytast. Ég held að allir hafi gott af því að leita sér sálfræðiaðstoðar og finna lausnir á öllu því sem dunið hefur á manni í lífinu. Ég man eftir að hafa lesið um það, þegar ég var að skoða allt í sambandi við aðgerðina, að það skipti ekki síður máli að fara í nokkra sálfræðitíma eins og að fara í blóðprufu. Þannig að næsta mál á dagskrá hjá mér er að finna mér góðan sála og úrhella úr mér öllu sem er að plaga mig.

Talandi um blóðprufur þá er ég búin að vera fara reglulega í þær og það hefur komið misjafnlega út. Kalk og Kalsíum voru of lág en ég náði að snúa því við.. vildu þau samt að ég kæmi oftar því það var eitthvað með að hvít blóðkorn væru of lág en ég hef ekki minnstu áhyggjur að það lagist ekki. Ég fer aftur á mánudaginn nk og þá verður örugglega allt í orden 🙂

Annars er bara allt í blóma, ég, Ómar og Unnar sonur minn erum að fara til Manchester á fótboltaleik (believe it or not ég á Manchester leik 🙈) eftir 9 daga og síðan í byrjun júní er ég að fara í yndislega kvennareisu með góðum vinkonum til Sitges á Spáni. Þar verður farið í Zumba, Spinnig og Yoga, flatmagað í sólinni og upplifað brjálaða stemmingu á geggjaðri Gaypride hátíð í bænum. Mæ lord hvað það verður dásamlegt. Ég hef fulla trú að ég nái að setja smá vöðva upp í slöppu bingóhúðina á handleggjunum áður en langt um líður og verð alveg meðidda í Sitges 😀

Við förum ekki að bregða út af venjunni og endum á því að setja inn nýjustu tölur 😀 ætla ekki alveg að lofa upp í “bingó” ermina á mér að vera dugleg að blogga en ég geri mitt besta. Þar til næst, hafið það sem allra allra best elskurnar

Knúz frá Izzu “semý frægu” byssu ❤️❤️

Tölurnar:

20.júní 2017= 139.9 kg

22.ágúst 2017= 132.7 kg

1.maí 2019 = 68.4 kg

Búin að missa 71.5 👏👏😄😄

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s