Kæra dagbók

Já hef ákveðið að þessi færsla verði eins og dagbókarskrif þar sem ég opna mig algjörlega og deili öllum (eða nánast) mínum leyndu hugsunum. Í dag, 22.ágúst 2019, eru 2 ár síðan ég fór í aðgerðina stóru sem breytti lífinu frá A-Ö. Margt og mikið hefur gerst á þessu ferðalagi, sumt lítið annað stórt en allt sem skiptir máli.

Aðgerðardagur 22.ágúst 2017
Á Hviids vinstue 25.júlí 2019

Það eru bæði kostir og gallar við þessa aðgerð, og þótt kostirnir séu ótvírætt fleiri þá hef ég kannski stungið höfðinu svolítið í sandinn með gallana. Þessi dagur sem ég hef kviðið óskaplega er runninn upp og núna er það ég sem á að taka við keflinu varðandi þyngdina. Ég finn það núna að ég er farin að geta borðað meira og ég finn það líka núna að mig langar meira í sælgæti. Það er hrikalegt og ég neita að láta það eftir mér. Stundum koma dagar þar sem ég get ekki stoppað mig en svo koma dagar þar sem ég er ofsa dugleg. Það sem pirrar mig samt mest er þetta fjandans hreyfingarleysi og það ætla ég að bæta úr strax eftir helgi.

Í byrjun sumars fór ég í æðahnútaaðgerð því lappirnar á mér voru undirlagaðar af æðahnútum sem komu í ljós undir fitunni. Þessi aðgerð var með því verra sem ég hef lent í verður að viðurkennast, ég var heima í viku og kvaldist eiginlega frekar mikið. Eftir aðgerðina gat ég voðalega lítið hreyft mig og finn ennþá fyrir verkjum í hnéi og aðeins í kálfa. Læknirinn sagði að þetta væri eðlilegt og gæti tekið nokkra mánuði upp í ár að lagast alveg, þ.e. verkirnir. Mæ god ekki átti ég alveg von á því verður að viðurkennast en breytingin er samt sú að ég er ekki með eins mikinn náladofa í fótunum og ég var alltaf með og er ekki eins “kalin” eða kalt. Svo líta fæturnir miklu betur út núna sem er líka kostur 😉🤪

Eftir æðahnútaaðgerðina… ekki skemmtilegt
Flottar lappir 😉

Ég er búin að vera mánuð í sumarfríi, fór til Danmerkur í 10 daga og í sumarbústað í Grímsnesi í viku. Ég labbaði mikið en eins og gengur og gerist þá drakk ég líka svolítið mikið af bjór, hvítvíni og borðaði góðan mat, Ss leyfði mér meira en venjulega. Ég finn að þetta var kannski einum of mikill munaður og núna er að spýta í lófana og bara drífa sig í ræktina…koma sér bara af stað!!! Búa til góða matarrútínu, matseðla, elda allt frá grunni og pæla betur í hlutunum. Ég hef ekki verið nógu dugleg þar. Sá eða sú sem sagði að það væri voða kósý að vera með börnum í sumarfríi hefur ábyggilega verið hálf drukkinn því ég gæti ekki verið meira ósammála… maður þurfti stöðugt að vera finna eitthvað að gera og fékk eiginlega aldrei pásu. Reyndar var voðalega gaman að fara í Tívolí og komast loksins í ÖLL tækin, og líka í Lególandi. Það var líka voðalega gaman að geta labbað út um allt án þess að mæðast og geta verið í pilsi og bikiní án þess að skammast sín. Já ég fór í bikiní í fyrsta skipti síðan ég var unglingur. Ákvað að skammast mín ekki fyrir aukahúðina eða bingó handleggina og bara la gå. Fór í vatnsrennibrautargarð og fór í allar brautirnar án þess að strauja yfir lendingalaugina eins og Norbit. Litlu hlutirnir eru frábærir 😁😁

Maður hefði haldið að eftir að hafa misst öll þessi kíló þá ætti maður að vera upp á sitt allra allra best en ég hugsa að þetta hafi breytt mér, ég er aðeins að ströggla í lífinu. Upp á síðkastið hef ég verið uppstökk og pirruð, mikið eirðaleysi í mér og finnst allt erfitt. Ég er reyndar með erfitt heimili (einhverft barn sem reynir oft á taugarnar) Hef verið að ströggla með flogaveikina mína, lyfin ekki að virka sem skildi og í dag var verið að bæta inn nýjum lyfjum sem gera mig drulluslappa í svolítin tíma á meðan þau ná virkni. En ég er líka að venjast því að vera ný ég og það tekur á taugarnar. Ég næ ekki utan um allt, loka mig svolítið af og er ekki eins dugleg að tala við fólk og sinna fólki eins og ég var vön. Ætli megi ekki segja að ég sé með slatta þunglyndi þótt það sjáist ekki utaná mér.

Mig hefur langað að gefast upp á vinnunni minni frábæru og fara annað, mig hefur langað að skilja við manninn minn og mig hefur langað að flýja til útlanda… já ég segi þetta bara upphátt því það má! Út á við lookar allt vel en það er það líklega ekki. Hef reyndar ákveðið á þessu 2 ára afmæli að snúa vörn í sókn og verða besta útgáfan af sjálfri mér. Ég ætla ekki að tapa niður þessu frábæra verkfæri sem aðgerðin er heldur læra allt upp á nýtt og halda ferðalaginu áfram og verða hamingjusamari en nokkru sinni fyrr.

Talan á vigtinni er góð. Ég ætla ekki að léttast meira, ég ætla vonandi ekki að þyngjast mikið nema þá um vöðva. Ég ætla að ná upp góðu þoli, ná upp góðum vöðvamassa og ætla að lesa mér vel til um allt sem viðkemur þessari aðgerð eftir 2 ár+ Ég hugsa að þegar ég fer að hreyfa mig, rútínan fer að detta í gott horf þá mun andlega hliðin lagast að einhverju leyti. En ég þarf líka að tala við sálfræðing og það mun ég gera. Eitt skref í einu, ekki gott að ætla sér um of. Núna t.d. þarf ég að venjast nýjum flogaveikilyfjum og byrja í ræktinni. Síðan kemur eitthvað annað inn. Aðgerðin er það besta sem hefur gerst í mínu lífi, ég sé ekki eftir því í eitt sekúndubrot að hafa látið vaða en ég sé pínu eftir því að hafa ekki sinnt mér nógu vel og líka kannski að hafa ekki talað við fólk hvernig mér er búið að líða. En batnandi fólki og allt það….. Ég get ég skal ég ætla!

Ást og friður til ykkar elskurnar þar til næst ❤️❤️

Issa 2 ára mjóna

Tölurnar:

20.júní 2017: 139.9 kg

22.ágúst 2017: 132.7 kg

22.ágúst 2019: 69.1 kg

One thought on “Kæra dagbók

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s