Um mig

Ég er 44 ára móðir, kona, meyja í ofþyngd sem er að hefja nýtt ferðalag í átt að betra lífi. Ég á dásamlegan mann, hann Ómar minn, sem er mín stoð og stytta í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég á fjögur mjög ólík en dásamleg börn, sem stundum fá mig til að reita mitt hár (og skegg), en fylla líf mitt samt af ást og gleði. Ég vinn á langbesta vinnustað á Íslandi, eða hjá Ríkisskattstjóra, þar sem ég hef eignast fullt af góðum vinum sem styðja mig í þessu öllu. Líf mitt er gott en verður miklu betra.