Þegar ég fékk í magann.

Það hefur ekki gerst oft á þessari vegferð minni að ég hef fengið í magann en um daginn gerðist það. Ég sá alveg hreint dásamlega uppskrift af kjúkling í beikon sósu og hugsaði með mér að þetta yrði étið upp til agna. Ég ss skar kjúklingabringur í bita og setti í eldfast fat, steikti beikon og bætti grænmeti, sýrðum rjóma og kryddum útí. Þessari sósu dembdi ég svo yfir kjúllan, setti ost yfir og inní ofn. Á meðan ég beið eftir að þetta eldaðist þá setti ég spurningu inn á hópinn góða á Facebook sem er fullur af snillingum sem hafa farið í offituaðgerð. Þar spurði ég hvort mér væri óhætt að fá mér beikon… ég náði ekki að bíða eftir svari því maturinn var til. Ef ég hefði beðið í smá stund og lesið svörin þá hefði ég líklega ekki fengið mestu magapínu sem sögur fara af 😩 ég fékk mér smá kjúkling, sneiddi alveg framhjá beikon (að ég hélt) en tók ekki eftir föstum beikonbita í ostinum og því fór sem fór. Ég var varla búin að kyngja þegar ég þurfti að rjúka frá borðinu og kastaði alveg þvílíkt upp. Þetta var hriki, ég veit ekkert verra en að gubba og það sem gerði þetta ennþá verra var að það kom varla neitt nema gall 😖

Þegar ósköpin voru liðin hjá þá fór ég að lesa það sem snillingarnir svöruðu og það var einróma álit að beikon er verkfæri djöfulsins fyrir fólk sem er búið í svona aðgerð. Því miður því mér finnst fátt betra en beikon og það lá við að ég færi að grenja þegar ég áttaði mig á því að líklega væri þetta out for good. Sem leiðir mig að næstu pælingu, ef beikon er ekki gott fyrir mann hvað þá með hamborgarhrygg og hangikjöt á jólunum? Bæði mjög reykt, salt og feitt alveg eins og beikon. Ég ímynda mér að það sé heldur ekki gott fyrir mann. Þannig að mín breytta sýn á jólamatinn er sú að ég elda þennan hefðbundna mat fyrir fjölluna en elda eitthvað annað gourmet fyrir mig. Kannski bara kalkúnabringur nú eða hnetusteik. Verður bara gaman að leggjast yfir healthy jólauppskriftir.

Annars er bara allt gott…ég er reyndar ennþá í stoppi eða því sem næst…ég VERÐ að venja mig af því að fara daglega á vigtina. Frekar að fara vikulega því hitt er bara vont fyrir sálina. Ég náði loksins að kaupa mér málband og mældi mig alla. Setti tölurnar inn í app og ætla svo að mæla mig á 2 vikna fresti og sjá línuritið stefna niður niður niður 😁 ég veit það samt að ég er búin að missa tvær fatastærðir eða næstum því svo það er mjög jákvætt. Ég hefði viljað vera búin að missa aðeins meiri rass áður en við færum til Madeira but óvell ég er samt fabulous 😀😀

Madeira er eftir 9 daga og það verður æði get ég sagt ykkur. Verður ósköp gott að komast með elskunni sinni í smá frí án barna og buru. Bara kærustuparast í heila 9 daga og njóta þess að vera í sól og sumaryl í góðum félagsskap. Ég fékk skilaboð frá einni góðri konu að hún ætti sundföt fyrir mig og ég sótti þau til hennar áðan. Ég er ekki búin að máta en ætla að gera það á eftir. Mjög jákvætt að þurfa ekki að kaupa sér sundföt fyrir ferðina góðu.

Þar til næst, hafið það gott elsku fólk og munið… stay off the bacon 😜

Knúz í húz

Tölurnar:

20.júní 2017 139,9

22.ágúst 2017 132,7

25.10 2017 114,8

Læknisheimsókn

Jæja loksins kom að því að ég færi í almennilega læknisskoðun eftir aðgerð. Fór að hitta Aðalstein lækni í Klíníkin og það er skemmst frá því að segja að það er nánast allt í blóma. Tölurnar voru þannig að kílóin sem eru farin eru 23, centimetrar um mitti sem eru farin eru rúmlega 30 og BMI hefur lækkað um 7,1 😀 það verður að viðurkennast að ég gæti ekki verið ánægðari. Eina sem ég þarf að laga er að ég var afskaplega lág í D vítamíni þannig að ég þarf að taka allverulega á því þar. Taka 800 mg 2x á dag. Svo þarf ég að vanda mig verulega með próteinið og auka það.

Ég spjallaði aðeins við hann um allt og ekkert og sagði honum að hlutirnir ganga alveg stórvel. Hann sagði að hann væri alltaf meira og meira sannfærðari að mini bypass aðgerðin væri algjörlega málið því aukaverkanirnar væru miklu minni heldur en með stóru bypass aðgerðinni. Ég viðurkenni það alveg að ég átti von á því að þetta yrði meira mál en það er ekkert þannig að angra mig svo ég er á grænni grein.

Næsta mál á dagskrá er Madeira ferðin okkar Ómars sem er eftir litlar 4 vikur. Mikið verður nú ljúft að komast í sólina og sælunna og já stóri kosturinn er að þá fæ ég nóg af D vítamíni. Það verður örugglega smá flókið að finna rétta taktinn þegar kemur að matarmálum. Ég þarf að halda strangri rútínu og borða 6x yfir daginn. Mest kvíði ég skammtastærðum en við Ómar getum örugglega deilt mat 🙂 Ég “neyðist” til að fara í smá búðarrölt til að finna mér eitthvað Madeira vænt að vera í, bikíní, kímónó og allskonar svoleiðis gott stuff. Jeminn hvað þetta er gaman. Og já svo verður líka dásemd að passa í flugsæti án þess að vera kramin. Dásamleg tilhugsun.

Því miður eru ekki allir jafn heppnir og ég, sumum hefur gengið annsi illa eftir aðgerð og lent í allskonar vandkvæðum og veseni. Hugsa samt að flestum gangi allt í haginn en ég hvet alla þá sem eru að hugsa um þetta að kynna sér málið mjög mjög vel, hlusta á lækninn og hugboðið. Ég á kannski erfitt með að ráðleggja svona því það verður að viðurkennast að það gengur alveg óhemju vel hjá mér….lesið lesið lesið ALLT um svona aðgerðir, talið við lækninn og takið vel upplýsta ákvörðun. Mín ákvörðun var góð og ég sé aldrei eftir þessu. Aðrir hafa kannski aðra skoðun. Ef þið viljið spjalla um þetta endilega hafið samband og ég skal með glöðu svara öllu sem ég get.

Líði ykkur sem allra best elsku fólk þarna úti

Kv. Issa hressa

Loksins bloggið

Hef ekki verið neitt svakalega öflug hérna verður að viðurkennast. Meðan allt gengur eins og í sögu þá kannski þarf maður ekki mikið að segja. Og já allt gengur eins og í sögu 🙂 ég borða allt og hef ekki fengið neitt í magann þrátt fyrir það. Vá hvað það er mikill léttir. Ég forðast feitan mat eins og heitan eldinn og líka sykur, nema hef aðeins stolist að fá mér Malt og smá sprite. Eina sem er að plaga mig núna er bévítans flensa sem ég er búin að vera að berjast við síðan á fimmtudag í síðustu viku. Byrjaði á að fá mikla hálsbólgu þá og var heima. Fór í vinnuna á föstudaginn en strax heim því mér leið svo illa…asnaðist til að vera ekki í bæli um helgina og ligg núna með kvef,hálsbólgu og hita. Ömurlegt ástand.

Það sem ég þarf að bæta er inntaka á vítamínum. Það er ekki alveg nógu gott hjá mér og ég þarf að bæta það. Mínir elskulegu samstarfsfélagar höfðu áhyggjur að ég væri að detta í nokkurskonar þunglyndi, fannst ég ekki eins kát og ég átti að mér að vera en ég reyndi að fullvissa þá að mér liði bara vel fyrir utan flensuskrattann. Það er ein af ” aukaverkununum” eftir svona aðgerð að fólk verður dapurt og þunglynt. Ég geri mér grein fyrir því og held að með því að taka vítamín og hreyfa sig þá verði lífið allt allt annað. Ég hef fengið þunglyndi í gegnum tíðina og mér líður ekki svoleiðis núna. Er bara pirruð á flensunni en það er bara það. Finnst voðalega vænt um að fólk sé umhugað um mig og met það mikils. Þetta eru bestu vinnufélagar í heimi 🙂

Ég er í facebook hóp á netinu fyrir fólk sem hefur farið í svona aðgerð og þar var einmitt verið að tala um vítamín málin. Þar var ein sem pantar sín vítamín frá Svíþjóð en þau eru sérsniðin fyrir fólk sem hefur farið í offituaðgerð. Ég pantaði mér prufupakka og er mjög spennt að prófa. Síðan heitir baricol bariatrics, er á sænsku en það er ekkert mál að skilja 🙂 set slóðina hérna með https://baricolbariatrics.se/

Núna eru bara rúmar 4 vikur í ferðina okkar Ómars til Madeira. Ótrúlegt en satt þá hlakkar mig mjög mikið til að passa almennilega í flugvélasætið 🙂 það verður aldeilis munur. Ég “neyðist” til að kaupa mér ný sundföt því mín eru orðin alltof stór á mig 😀 svo þarf ég líka að fara versla mér eitthvað smá því það er beisiklý allt orðið of stórt á mig og ég á engin föt. Vá hvað þetta er gaman. Þarf örugglega reglulega að kaupa mér ný og ný númer sem er mjög ánægjulegur fylgikvilli þessarar

aðgerðar. Á mánudaginn næsta fer ég að hitta Aðalstein lækni í eftirlit það verður mjög spennandi. Fer líka í Heilsuborg aftur á mánudaginn og þá fara hlutirnir að gerast. Ætla líka að fara hitta sálfræðing því maður verður að taka þetta alla leið, rækta hug og heilsu því það er það sem skiptir mestu máli í lífinu. Ætla ekki að detta í þunglyndi heldur fyrirbyggja það, verður ekkert mál með allt þetta góða fólk í kringum mig. Læt ykkur heyra hvað doksi segir á mán….knús til ykkar elskurnar

Issa soon to be beinagrind

Nýjustu tölur:

20.júní 2017 139,9

22.ágúst 2017 132,7

4.okt 2017 117,9

Að læra nýja hluti

Hef ekki verið mjög dugleg að blogga en það er nú bara sökum annríkis. Finnst voðalega gott að hafa mikið að gera og já ég finn alveg gífurlega mikinn mun á orku og getu núna eftir aðgerð. Þetta gengur allt mjög vel nema það kom oggulítið bakslag í síðustu viku. Á miðvikudag og fimmtudag, seinnipart dags, fékk ég svakalega verki í magann. Varð óhemju orkulaus og átti mjög erfitt. Þetta var í vinnunni og þufti ég að fara afsíðis að reyna að jafna mig. Ég fór heim á miðvikudaginn og lagðist í rúmið og gat mig hvergi hrært. Svo þegar ég borðaði kvöldmat, alveg 5 gafla, þá hresstist ég við. Þannig að þegar ég fékk aftur svona vanlíðan í vinnunni á fimmtudeginum þá ákvað ég að fá mér banana og viti menn ég varð alveg stálslegin. Niðurstaðan var sú að ég er ekki að borða nógu mikið. Ég þarf að borða 6 sinnum á dag og það hefur ekki gengið alveg nógu vel. Þjáist án efa af næringarskorti því oft hef ég ekki verið að borða nema 2 sinnum yfir daginn og mjög mjög lítið í einu.

Ég þarf að gera gott skipulag og fylgja því í þaula. Þarf að fá mér morgunmat, millimál, hádegismat,millimál,kaffi,kvöldmat. Drekka 2 lítra af vökva yfir daginn og þá eru mér allir vegir færir. Það sem var að rugla mig þessa daga þegar mér leið svona var að ég fékk ekki eiginlegan hungurverk heldur bara illt í magann og flökurleika. Núna veit ég að magaverkur er hungurverkur 😀 svolítið flókið.

Verð alveg að viðurkenna að stundum sakna ég þess að geta ekki bara borðað það sem mig langar að borða og drekka með mat, sem mér finnst óhemju erfitt, ennnn það kemur allt með tíð og tíma. Við hjónakornin erum að fara til Madeira í nóvember og þá koma nýjar áskoranir varðandi mat og drykk. En auðvita tækla ég það 😉

Talan á vigtinni er sérstaklega ánægjuleg og nú fer að koma að því að fara kaupa sér einhverjar flíkur. Set hérna neðst tölurnar mínar…þangað til næst

Knús í hús og takk fyrir að lesa

Íris sem breytist brátt í beinagrind 😉

Vigtin:

20.júní 2017 139,7

22.ágúst 2017 132,9

18.sept 2017 120,8

Maukið og allt það

Um helgina fórum við Ómar með Sollu og Adam í árlega Veiðivatnaferð. Ekkert er eins afstressandi og að fara á einn af fallegustu stöðum Íslands með vinum og ættingjum. Það verður nú samt að viðurkennast að ég var ansi hreint stressuð að fara og sveiflaðist endalaust hvort ég ætti að hætta við eða bara drífa mig. Ástæðan jú, maukið…sem mér fannst vera óhemju flókin aðgerð. Frá því á þriðjudag hef ég maukað eitthvað grænmetisjukk sem leit út eins og hor og síðan maukaði ég kjötsúpu sem leit út eins og æla. Ég er ekkert að ýka! En svo ákvað ég að drífa mig og ég ákvað líka að hætta að mauka og byrja að tyggja

Amma mín, hún amma Kristín, sagði alltaf að maður á að tyggja 100 sinnum. Það er nú kannski einum of ennnn maður á samt að tyggja matinn sinn í mauk. Og það gerði ég, ég fékk mér ristabrauð með kæfu, sviðasultu og kjötsúpuafgang ómaukaðan. En svo var ég líka með barnamatskrukku sem var óhemju góð 🙂 síðan á heimleiðinni var okkur boðið í afmæli í Nefsholti og þar gat ég fengið mér ristað brauð með skinkusalati og boy oh boy hvað það var gott. Mig náttúrulega dauðlangaði í allar glæsilegu kökurnar en ég lét það vera. Þannig að vendipunkturinn er núna. Ég ætla að borða nánast allt og tyggja í drasl.

Mér líður alveg stórkostlega vel, full af orku og gengur bara alveg frábærlega. Ég er búin að missa 9 kg á tæpum 3 vikum svo það styttist í 10 kg. Vá hvað ég finn mikinn mun. Ég er ennþá að berjast við að fara ekki á vigtina á hverjum degi, lífið er jú stöðugar baráttur, en núna ætla ég að vera staðföst og fara ekki fyrr en á þriðjudaginn þegar 3 vikur frá aðgerð. Á morgun verður svo Veiðivatna silungurinn tyggður í drasl 🙂

Knús í hús elskurnar

P.s læt nokkrar góðar myndir fylgja með 🙂

Fyrsti í mauki…

Jebb það er komið að þeim áfanga, fyrsti í maukfæði byrjar í dag. Fyrsta almennilega máltíðin átti sér stað í kvöld og fyrir valinu varð plokkari. Talaði við lækninn minn góða og hann sagði það mjög mikilvægt að mauka allt með tölu núna í viku allavega. Síðan má ég fara að stappa og tyggja 100 sinnum og loks borða venjulegan mat. Plokkfiskurinn bragðaðist afskaplega vel og mér fannst gott að fá smá fyrirferð í munninn 🙂 Reyndar fannst mér mjög erfitt að horfa á þrumarann sem ég má ekki ennþá fá ennnnnnn þetta líður allt mjög fljótt. Í dag voru líka heftin tekin úr kviðnum þannig að það er bókstaflega allt að gerast. Mjög gott að vera laus við þau.

Í gær setti ég inn færslu um þetta blogg á góða systir. Gerði ég það til að geta kannski hjálpað einhverjum sem er í þessum hugleiðingum og vill fá að vita hvernig þetta allt er. Viðbrögðin hafa verið mjög góð og margar sett sig í samband við mig til að spyrja spurninga sem er aðallega um kostnaðinn. Fannst ég þurfa að láta koma fram að ástæðan fyrir því að ég ákvað að gera þetta á eigin kostnað er eingöngu vegna þess að ég hef ekki tök á að fara í gegnum Reykjalund. Bæði finnst mér of löng bið og lika gæti ég ekki tekið þátt í því sem maður á að taka þátt í sökum vinnu. Reykjalundur er frábær stofnun og hefur gert marga góða hluti og ég hvet þá sem hafa tök á því að fara í gegnum Reykjalund.

Á hinn bóginn finnst mér það orka tvímælis að aðgerðin hjá Klíníkin og í Domus skuli ekki vera niðurgreidd og finnst að fólk eigi að hafa val, hvort það vilji fræðast um alla hluti varðandi hjáveituna sjálfir, eða læri þetta á námskeiði hjá Reykjalundi. Munurinn er eins og fjarnám eða staðnám 🙂 þetta er dýrt en þegar maður hugsar um ávinninginn þá skipta peningarnir ekki máli 🙂

Eftir að ég setti færsluna á góða systir þá höfðu svo margar samband að mér leið eins og frægum snappara… spurning að maður skelli í leik þar sem verðlaunin eru maukfæði að eigin vali, eldað af mér 😂😂 það myndi aldeilis verða vinsæll leikur. Á morgun kemur nýr dagur með nýjum áskorunum og þessari eilífu spurningu…hvað á að vera í matinn??

Þar til næst…knús og kossar til ykkar allra ❤️

Dumping syndrom

Ákvað að byrja þetta blogg á þessu skemmtilega orði dumping syndrome……hvað er það spyrja eflaust flestir? Það er fræðilegt orð yfir ástand sem á sér stað hjá 70% af fólki sem hefur farið í offituaðgerð. Eruð þið orðin spennt?? Ég verð að vanda mig vel svo ég lýsi þessu ekki mjög sjónrænt. Vona að allir séu búnir að borða kvöldmat 😜

Ég upplifði dumping í fyrsta skipti á miðvikudagskvöld. Ég kom heim og útbjó mér dásamlegt boozt með möndlumjólk, hnetusmjöri og kakói. Það er víst líka gott að setja prótein ( ekki með appelsínubragði) klaka og kókosolíu útí en ég átti ekki svoleiðis. Þetta var alveg hrikalega gott og ég kláraði allan litla skammtinn minn. 30 mín síðar upplifði ég verstu verki sem ég hef fengið síðan eftir aðgerð 🙂 ég sat ss á wc-inu með ógleði, þvílika kviðverki, hjartslátt og já steinsmugu ( já það er orð 😂). Þvílíkt og annað eins hef ég ekki upplifað. Ég var alveg úrvinda á eftir og barasta veik.

Þetta hefur líklega gerst út af hnetusmjörinu í booztinu sem er alltof feitt og já líka það að ég var ekki búin að borða nóg yfir daginn. Aðferðin til að losna við að lenda í þessu er að aðlaga matarræðið með mörgum litlum máltíðum og forðast kolvetni og fitu. Einnig er alveg gullin regla að drekka ekki neitt 30 mín fyrir mat og ekki fyrr en 30 mín eftir mat. Það er eitthvað sem ég þarf að venja mig sérstaklega mikið við. Drekkum alltaf með mat.

Fyrir utan það þá gengur lífið sinn vanagang. Ég mætti í vinnu á miðvikudaginn þar sem mér var fagnað eins og þjóðhetju og já allir sáu mun 💪☺️ fyrsti dagurinn var frekar erfiður og ég var svolítið mikið orkulaus en svo fór þetta stig batnandi. Í gær kom elsku Silja með orkugel sem maraþonhlauparar nota óspart í langhlaupum. Það er skemmst frá því að segja að ég nánast fór sömu vegalengd og maraþon eftir þetta því orkan var svo mikil. Fór með Adam í klippingu, fór í heimsókn til mömmu og Hermanns, kom heim og þreif allt hátt og lágt. Þetta gerði ég þrátt fyrir svefnlitla nótt, nóttina áður, sökum dumping verkja. Svo mjög líklega hefur þetta orkuskot virkað 🙂

Silja er ekki ónýt að halda mér við efnið þegar kemur að vökvadrykkju og er hér með tekin við af Ómari í klappstýruhlutverkinu 🙂 gott er að eiga góða að og það á ég svo sannarlega 🙂

En mikið vona ég að ég nái að aðlaga matarræðið í rétta átt og þurfa aldrei að upplifa svona verki aftur.

Góða helgi elskurnar ❤️